YouTube fyrir skóla

Posted by admin, Category: Áhugaverð myndbönd, Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Leikskóli,

"YouTube fyrir skóla" er nýjung sem YouTube kynnti í gær. Þannig veitir YouTube skólum aðgang að ókeypis mennta YouTube vídeóum, en takmarkar aðgang að öðru YouTube efni. Nemendur geta lært af fleiri en 400.000 myndböndum sem tengjast menntun, frá þekktum samtökum eins og Stanford, PBS og TED.   Myndbönd frá samstarfsaðilum YouTube  sem hafa verið skoðuð milljón sinnum, eins og Khan Academy, Steve Spangler, Vísinda og raungreinamyndbönd og fl.  Skólar geta einnig aðlagað YouTube þörfum skólans með því að útbúa eigin YouTuberás. Spennandi hlutir í gangi hjá þeim sem eru kynntir enn frekar í myndbandinu sem hér fer á eftir.