1. Kafli: Nafn, heimili og tilgangur félagsins
1. Félagið heitir 3f – Félag um upplýsingatækni og menntun
2. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík
3. Tilgangur félagsins er að:
- stuðla að aukinni menntun í upplýsingatækni
- vera vettvangur fyrir skoðanaskipti um upplýsingatækni í námi og kennslu og þróun á því sviði.
- standa vörð um hagsmuni þeirra sem vinna að hagnýtingu upplýsingatækni í námi og kennslu.
- vera tengiliður á milli menntayfirvalda og félagsmanna.
2. Kafli: Félagsmenn og skyldur þeirra
1. Félagar geta orðið:
- Starfsmenn menntastofnana sem vinna við upplýsingatækni í námi og kennslu.
- Áhugamenn um upplýsingatækni, sem stjórn félagsins samþykkir.
2. Ákvarðanir um félagsjöld skulu teknar á aðalfundi.
3. Kafli: Fundir félagsins
1. Fundi, námskeið og hvers konar samkomur á vegum félagsins skal stjórn boða með minnst 14 daga fyrirvara.
2. Aðalfundur félagsins skal haldinn ár hvert og má halda fundinn með netmiðlum.
3. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Formaður félagsins eða staðgengill hans setur fund og tilnefnir fundarstjóra.
- Skýrsla formanns.
- Lagðir fram reikningar síðasta fjárhagsárs.
- Lagabreytingar.
- Kosning stjórnar.
- Kosning endurskoðanda.
- Önnur mál.
4. kafli: Stjórn og stjórnarkjör
1. Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og einum meðstjórnanda.
2. Við stjórnarkjör skal formaður kosinn sérstaklega. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir án tilnefningar í embætti.
3. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.
4. Sé kosið milli fleiri en tveggja þá nær sá kjöri sem flest atkvæði hlýtur.
5. Falli atkvæði jöfn skal hlutkesti skera úr.
6. Endurskoðendur skulu vera tveir og kosnir á aðalfundi. Um kosningu endurskoðenda gilda sömu reglur og um kjör stjórnar (sbr. 4d).
5. Kafli: Lög og lagabreytingar
1. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Til þess að tillaga um lagabreytingu öðlist gildi þarf hún að vera kynnt í fundarboði og fást samþykkt af þremur fjórðu hlutum fundarmanna.
2. Lög þessi öðlast gildi nú þegar.
Samþykkt á aðalfundi 26. apríl 2000.