3F - Félag um upplýsingatækni og menntun er félag þeirra sem starfa við upplýsingatækni í menntastofnunum landsins.

Eins nafn félagsins ber með sér þá er það vettvangur þeirra sem með einum eða öðrum hætti koma að upplýsingatækninni í menntun í dag. Í félaginu eru kerfisstjórar, þeir sem forrita kennsluforrit, kennarar af öllum skólastigum frá leikskóla til háskóla, skólastjórnendur og margir fleiri. Markmið stjórnar félagsins er að efla starfsemi þess. Félagið stendur fyrir ráðstefnum, fræðslufundum og námskeiðum sem tengjast viðfangsefnum upplýsingatækninnar, árlegum aðalfundi, metur umsóknir um styrki sem tengjast UT og síðast en ekki síst er það samfélag þeirra fagmanna sem starfa á sviði upplýsingatækni í menntun.

Stjórn félagsins lítur svo á að það sé tengiliður, félagið skapi farveg fyrir umræðu, haldi t.d. fræðslufundi, ráðstefnur og árlegan aðalfund. Hver félagsmaður hefur frelsi til að tjá skoðanir, spyrja ráða, setja af stað umræðu um tiltekið efni og margt fleira. Það getur verið erfitt að halda úti virku starfi í félagi þar sem félagsmenn starfa við upplýsingatæknina og kennslu, þeir eru störfum hlaðnir og hafa lítinn tíma. Þeir eru oft þeytispjöld í frímínútum, matartímum, fyrir og eftir skóla til að hjálpa öðrum. Stundum á launum, stundum ekki.

Sumir hafa haft þá skoðun að félagið ætti ef til vill að vera hagsmunafélag en það er erfitt þar sem félagsmennirnir eru í fjölmörgum stéttarfélögum og eiga einungis það sameiginlegt að starfa innan menntakerfisins að upplýsingatækni. Því er 3F - Félag um upplýsingatækni og menntun fyrst og fremst fagfélag.

Hér má finna lög félagisins og síðarmeir verður hægt að lesa um sögu þess.