BETT 2012 – Skólafagsýning í janúar 2012

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2012, Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Háskóli, Leikskóli,

Eins og undanfarin ár verður Nýherji í samstarfi við Úrval Útsýn með hópferð á þessa áhugaverðu skólasýningu sem er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi, þar er hægt að tvinna saman fræðslu og skemmtun á hnitmiðaðann hátt.
Áfangastaðurinn er London sem er einstök borg sem iðar af lífi með fjölda áhugaverðra viðburða.
Sýningarhöllin er einungis í hálftíma fjarlægð frá hóteli þá fer mjög lítill tími í ferðir á milli staða. Að þessu sinni verður farið með Flugleiðum og verður gist á glæsilegu hóteli í miðborg London.

BETT sýningin er viðamikil og er fyrir alla sem koma að skólastarfi hvort sem það eru kennarar , stjórnendur eða tölvufólk. Sýninginn hefur auk þess fjölda áhugaverðra fyrirlestra um allt sem við kemur skólastarfi . Sjá nánar hér.