Joomlaklúbbur- kvöldstund í vefsíðugerð

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2009,

Miðvikudagskvöldið 29. apríl 2009kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Margrét í Laugalækjarskóla var svo vinsamleg að bjóða upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.

Klúbburinn var mjög óformlegur, þeir sem vildu máttu mæta með eigin tölvur, en einnig var boðið upp á afnot bæði af fartölvum og borðtölvum. Skiptst var á hugmyndum og fólk kenndi hvort öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu.

Einnig sýndi Fjóla Þorvaldsdóttir hvernig má með auðveldum hætti gera kannanir og skráningarform með Google Docs. og tengja við heimasíður.

Það var vel mætt á þennan viðburð og komu fram óskir um að hann verði endurtekinn. Ákvörðun var tekin um að hafa sambærilegan viðburð í september.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á klúbbkvöldinu.