Hittingur leikskólakennara
, Category: Atburðir, Atburðir 2008, Leikskóli,Stjórn 3f bauð leikskólakennurum í 3f til morgunverðarfundar í leikskólanum Furugrund í Kópavogi laugardagsmorguninn 4. október 2008 kl.10 f.h.
Í leikskólanum Furugrund starfar Fjóla Þorvaldsdóttir gjaldkeri 3f og ætlar hún að taka vel á móti leikskólakennurum, sýna þeim skólann, spjalla um þau viðfangsefni sem hún stýrir í leikskólastarfinu og bjóða upp á morgunverð. Fjóla hefur verið frá því í maí 2007 verkefnisstjóri í þróunarstarfi sem lýtur að því að auka upplýsingatækni í leikskólanum. Hægt er að kynna sér verkefnin á heimasíðu Furugrundar.
Það var ágætlega mætt á þennan viðburð félagsins.