Ísland sendir dómara í keppni í upplýsingatækni á World Skills

Ísland sendir dómara í keppni í upplýsingatækni á World Skills

Posted by admin, Category: Fréttir,

Ísland kemur að keppni í upplýsingatækni í fyrsta sinn á hinu alþjóðlega World Skills móti sem haldið verður í Leipzig í Þýskalandi í júlí nk. Þátttakan er í formi dómgæslu, en tilgangurinn er að fulltrúi Íslands kynni sér fyrirkomulag og áherslur alþjóðlegu keppninnar með það í huga að hægt verði að bjóða upp á þessa keppnisgrein á Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2014.
3F, Félag um upplýsingatækni og menntun og SUT, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins, standa að því að senda dómarann á vettvang og mun hann dæma keppnisgreinina „Upplýsingartækni – hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki”.

WorldSkills er heimsmeistaramót iðn- og verkgreina og er haldið annað hvert ár.