Menntabúðir – Upplýsingatækni í sérkennslu

Posted by admin, Category: Atburðir 2012, Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Leikskóli,

3f í samvinnu við FLS, FÍS, FSF, TMF, epli.is, A4, Varmás og fleiri býður alla velkomna í Menntabúðir (EduCamp) þar sem þemað verður Upplýsingatækni í sérkennslu.

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þátttakendur eru í aðalhlutverki í Menntabúðum. Saman munu þeir takast á við áskoranir og málefni sem eru ákveðin af þátttakendum sjálfum og eru knúin áfram af markmiðum og þemum dagsins.

Megin markmið Menntabúðanna verður að:

  • skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað
  • veita þátttakendum tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni
  • gefa þátttakendum tækifæri til þess að öðlast ný og efla tengsl við jafningja þannig að samvinna verði í framtíðinni milli fólks

Menntabúðirnar verða haldnar í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ föstudaginn 28. september n.k. kl. 14 til 18. Allar nánari uplýsingar og skráning er að finna á heimasíðu Menntabúðanna og á Fésbókarsíðunni https://www.facebook.com/menntabudir