Kynning á Clicker 6
, Category: Fréttir,Jonathan Reed frá Crick Software mun halda kynningu á glænýrri útgáfu af Clicker forritunum þann 22. mars nk. kl. 14:30 - 16:30. Aðgangur er ókeypis og staðsetning verður auglýst síðar.
Áhugasamir vinsamlega skrái sig, sem fyrst, eða í síðasta lagi þriðjudaginn 6. mars næstkomandi hjá Soffíu soffia@a4.is eða síma 773 0023 á milli kl. 08:00 – 16:00
Clicker 6 nýtir sér alla kosti úr fyrri útgáfu en bætir við mörgum nýjungum. Þær miða í fyrsta lagi að þvi að gera nemandann öruggari og sjálfstæðari í notkun forritsins í öðru lagi að því að spara kennaranum undirbúningstíma fyrir kennsluna.
Clicker er verðlaunaforrit í læsi. Það gerir nemendum, á ólíkum getustigum, kleift að þróa og þroska hæfni sína í læsi og ritun. Það gerir Clicker með því að gera nemendum mögulegt að vinna í þverfaglegum verkefnum með texta, myndir og talendurgjöf.
Clicker 6 hentar bæði nemendum í almennum bekkjardeildum sem og nemendum með ýmsar sérþarfir. Clicker 6 hentar t.d. til sérkennslu, tungumálakennslu, íslensku sem annað tungumál ásamt yngri barna kennslu.
Eins og kemur fram að ofan er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Áhugasamir vinsamlega skrái sig, sem fyrst, eða í síðasta lagi þriðjudaginn 6. mars næstkomandi hjá Soffíu soffia@a4.is eða síma 773 0023 á milli kl. 08:00 – 16:00