Hönnun hugbúnaðar fyrir börn við leik og nám

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2012, Fréttir,

Morgunverðarfundur á Grand hóteli 15. mars kl. 8:30 – 10:00

Alþjóðlegu samtökin IFIP og hönnun hugbúnaðar fyrir börn við leik og nám

Skráðu þig á fundinn hér ATH! Félagsmenn 3f greiða eins og félagsmenn SKÝ 4.900 kr. Morgunverður innifalinn.

Sífellt meira framboð er dag frá degi af hugbúnaði fyrir börn bæði við leik og nám. Afar mikilvægt er að hanna hugbúnaðinn út frá þörfum barnanna og með þátttöku þeirra til að hann nýtist þeim vel. Hvað hefur reynst vel við hönnun hugbúnaðar fyrir börn? Hvernig er hægt að tryggja þjála hönnun?

Ský er aðili að alþjóðlegu samtökunum IFIP (International Federation of Information Processing) sem hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum upplýsingatækni í yfir 50 ár. Á vegum þeirra eru 14 tækninefndir, sem sjá meðal annars um að skipuleggja ráðstefnur á sínu sviði og styðja áhugahópa og vinnuhópa. Einn þeirra er áhugahópurinn SIG 13.2, sem fjallar um hönnun hugbúnaðar fyrir börn.

Á þessum morgunverðarfundi munu alþjóðlegu samtökin IFIP verða kynnt og áhugahópurinn SIG 13.2 um hönnun fyrir börn. Auk þess mun prófessor Janet Read flytja erindi um hönnun hugbúnaðar fyrir börn við leik og nám. Janet er ein af leiðandi rannsakendum á þessu sviði og afar vinsæll fyrirlesari. Sjá nánari upplýsingar um Janet: http://www.uclan.ac.uk/schools/computing_engineering_physical/janetread.php

Dagskrá fundarins:

8:00 Húsið opnar – morgunverðarhlaðborð fyrir gesti

8:30 Kynning á alþjóðlegu samtökunum IFIP
- Anna Kristjánsdóttir, prófessor í Háskóla Íslands og fulltrúi Ský í IFIP

8:45 Áhugahópurinn SIG 13.2 – Interaction design and children, kynntur
- Janet C. Read, prófessor í hönnun hugbúnaðar fyrir börn við Háskólann í Lancashire í Bretlandi – Erindið verður á ensku.

9:00 Fyrirlesturinn: Conversations about Children Playing and Learning with Interactive Technology
- Janet C. Read, prófessor hönnun hugbúnaðar fyrir börn við Háskólann í Lancashire í Bretlandi - Erindið verður á ensku.

9:45 Umræður/Discussions

10:00 Fundi slitið

Fundarstjóri: Marta Kristín Lárusdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík.
Undirbúningsnefnd: Marta Kristín Lárusdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Arnheiður Guðmundsdóttir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir einstaklinga utan vinnumarkaðar 3.000 kr.