Upplýsingatækninámskeið fyrir leik- og grunnskólakennara

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2012, Fréttir, Grunnskóli, Leikskóli,

3f heldur upplýsingatækninámskeið  fyrir leik- og grunnskólakennara í Verzlunarskóla Íslands mánudaginn 23. janúar og þriðjudaginn 24. janúar  kl. 16:00–20:00 báða dagana.  Kennarar verða Sólveig Friðriksdóttir, M.Ed. í tölvu- og upplýsingatækni, kennari við VÍ og Jóhanna Geirsdóttir, kennari í UT við FB.
Sama námskeið var haldið í september 2011 og komust þá færri að en vildu og voru þátttakendur afar ánægðir með námskeiðið. Námskeiðið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Á námskeiðinu verður farið  m.a. í eftirfarandi þætti:

  • Vefpóstinn Oulook Web
  • Word – ritvinnslu

Nánari upplýsingar um námskeiðið

Námskeiðið verður einnig sent út með eMission fjarnámskerfinu frá Nepal svo kennarar sem ekki eiga heimangengt geta setið við eigin tölvu og hlustað á námskeiðið og fá aðgang að kennsluvef námskeiðsins.