Skemmtikvöld 3f

Skemmtikvöld 3f

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

Árlegt skemmtikvöld 3f verður haldið í Verslunarskóla Íslands þriðjudaginn 22. nóvember nk. Við hefjum leikinn kl. 19:30 en á dagskrá er yfirferð yfir 100 vinsælustu stafrænu verkfærin í íslensku skólastarfi. Listinn er unnin úr könnun 3f, stafræn verkfæri í skólastarfi, sem hefur verið aðgengileg á vef 3f síðustu vikur. Rétt tæplega 160 kennarar hafa nú þegar látið okkur vita hvaða hugbúnað, vélbúnað eða vefi þeir nýta mest í sínu starfi.

Við lofum góðri skemmtun og gagnlegum upplýsingum fyrir alla sem hafa áhuga á upplýsingatækni í skólastarfi. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.