Vilt þú taka þátt í ráðstefnu um opið menntaefni?

Vilt þú taka þátt í ráðstefnu um opið menntaefni?

Posted by admin, Category: Fréttir,

Við köllum eftir ágripum að erindum fyrir ráðstefnuna "Opið menntaefni" sem verður haldin mánudaginn 21. nóvember 2011 í salnum Rímu sem er í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og áhugafólki sem vilja kynna sér hvað opið menntaefni er. Hugmyndafræði opins menntaefnis verður kynnt og rætt um kosti þess og galla. Staðan á Íslandi hvað þetta varðar verður skoðuð og rætt um hvaða áhrif aukin notkun á opnu menntaefni gæti haft og hvernig við sjáum

fyrir okkur þróun slíks efnis hér á landi.

Áhugasömum fræðimönnum, kennurum, námsefnishöfundum og öðrum sem hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði er boðið að senda inn 200 orða ágrip fyrir mánudag 7. nóvember 2011, á eftirfarandi vefslóð: http://oer.menntagatt.is

Nánari upplýsingar veitir Birita í Dali (birita.i.dali@mrn.is), verkefnastjóri hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.