Menntakvika – Málþing Menntavísindasviðs

Menntakvika – Málþing Menntavísindasviðs

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands verður haldin þann 30. september 2011 undir heitinu Menntakvika: rannsóknir, nýbreytni og þróun. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins. Ráðstefnan er nú haldin í 15. sinn.

Við viljum vekja sérstaka athygli á málstofum sem tengjast upplýsingatækni í stofu H205 - þrjár þeirra eru á vegum RANNUM og ein til viðbótar. Sjá nánar.

Upplýsingatækni í kennslu kl. 9.00-10.30

  • Ásta Kristjana Guðjónsdóttir: Að þróa námsaðferðir með tölvutækni
  • Brynhildur Þórarinsdóttir: Ný klæði úr fornu efni - Íslendingasögur.is
  • Silja Bára Ómarsdóttir: Samfélagsmiðlar í kennslu
  • Svava Pétursdóttir: Stafræn námsgögn við náttúrufræðikennslu - er eitthvað gagn af þeim?

Nýjar leiðir í umgjörð náms á háskóla- og framhaldsskólastigi: nýting samskiptatækni á neti (RANNUM) kl. 11:00-12:30

  • Ása Björk Stefánsdóttir: "Við kýldum á það" - Upplifun háskólakennara á því að kenna í fjarnámi í fyrsta sinn
  • Eygló Björnsdóttir: "Ég er svo óvanur svona fjarnemastússi"
  • Þuríður Jóhannsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir: Togstreita og tækifæri í samkennslu stað- og fjarnema við Kennaradeild MVS
  • Halldór Árnason: Fjarnámsbraut í auðlindanýtingu og umhverfisfræði

Leikir og upplýsingatækni í grunnskólastarfi (RANNUM) kl. 13:30-15:00

  • Anna Guðrún Sigurvinsdóttir: Frá yfirvöldum til kennslustofu. Hvernig kennsla upplýsinga- og samskiptatækni endurspeglar skóla- og aðalnámskrár
  • Halla Ingibjörg Svavarsdóttir o.fl.: Skólasöfn í grunnskólum: vannýt auðlind í þágu skólaþróunar
  • Hildur Óskarsdóttir: Notkun tölvuleikja í kennslu - Raunveruleikurinn í grunnskólastarfi
  • Guðrún Margrét Sólonsdóttir: Samfélagsfræði í "Second life"

Torg, gáttir og önnur rými: Könnunarferð um kjörlendur náms- og starfssamfélaga (RANNUM) kl. 15:30-17:00

  • Sólveig Jakobsdóttir: NETTORG: Uppbygging tengsla- og félagsneta í menntun og rannsóknum
  • Þorbjörg Þorsteinsdóttir: Spuni 2011 - netverkfæri til náms og kennslu
  • Salvör Gissurardóttir: Hackerspaces og ný verkmenning - samfélög um verklag, tækni og skapandi vinnu
  • Sigurbjörg Jóhannesdóttir: Þróun og hugmyndafræði nýrrar Menntagáttar