Moodle dagurinn

Moodle dagurinn

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

Í upphafi september nk. stendur 3F í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir Moodle deginum. Á þeim degi koma kennarar, kerfisstjórar og aðrir áhugasamir aðilar saman til að ræða um notkun Moodle í íslenskum skólum.

Til þess að Moodle dagurinn þjóni sem stærstum hópi og allir geti fengið sem mest út úr deginum köllum við eftir kynningum og uppástungum frá skólasamfélaginu sjálfu. Viðfangsefni Moodle dagsins er þríþætt:

  • Notkun Moodle í íslenskum skólastofum
  • Þróun og nýjungar í Moodle
  • Uppsetning og rekstur á Moodle

Við leitum eftir kynningum og fyrirlestrum sem geta fallið undir ofangreind viðfangsefni frá kennurum, kerfisstjórum, forriturum og öðrum sem eru reiðubúnir að deila sinni reynslu með skólasamfélaginu. Kynningar geta verið tvennskonar:

  • 5 mínútna kynningar til að deila örstutt með öðrum sinni reynslu
  • 20 mínútna kynningar til að kafa dýpra ofan í einstaka viðfangsefni

Við óskum jafnframt eftir uppástungum að umfjöllunarefnum og við munum þá reyna að finna hæfa fyrirlesara til þess að fjalla um þau málefni.
Kynningar og uppástungur sendist á tölvupóstfangið moodle@menntagatt.is fyrir fimmtudaginn 18. ágúst.
Þátttökuauglýsing verður send út í lok næstu viku um leið og við höfum tekið við öllum kynningartillögum og uppástungum og unnið úr þeim.