Fimmtudaginn 9. og föstudaginn 10. júní 2011 heldur 3f námskeið í Moodle námsumsjónarkerfinu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Námskeiðið er haldið á vegum Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara og er ætlað framhaldsskólakennurum.
Umsóknarfrestur er til 2. júní 2011.
Markmiðið með námskeiðinu er að kynna fyrir þátttakendum möguleika Moodle í námi og kennslu og gera þá sjálfbjarga í helstu þáttum kerfisins.
Umsjónarmaður og kennari verður Sigurður Fjalar Jónsson, netfang
Viðfangsefni námskeiðsins:
- Uppsetning áfanga/námskeiða í Moodle.
- Umsýsla og eftirfylgd með nemendum.
- Innsetning á námsgögnum/kennsluefni.
- Samskipti.
- Verkefni, endurgjöf og verkefnaskil.
- Söfn í Moodle og hvernig má nota þau.
- Dagatalið.