Ajax Google Translator

Posted by admin, Category: Joomla,

Það hafa margir áhuga á því að hafa heimasíðu skólans síns þannig útbúna að foreldrar og nemendur með íslensku sem annað tungumál geti þýtt með auðveldum hætti það sem skrifað er á síðuna. Það eru margar leiðir færar í því að þýða gróflega heimasíður þannig að fólk nái samhenginu þó svo að textinn þýðist ekki alveg 100% rétt.
Ajax Google Translator er Módúll sem ætlaður er fyrir Joomla vefsíðukerfið og auðvelt að koma honum fyrir á hvaða heimasíðu sem er. Hér er hægt að hlaða Módúlnum niður. Síðan er með auðveldum hætti hægt að hlaða honum inn á síðuna og birta svo í Modulformi til hliðar, hægra eða vinstramegin á heimasíðunni, eins og sjá má hér á erlendri síðu og hér á heimasíðu Furugrundar.