Framtíðin er núna – tækni fyrir alla

Framtíðin er núna – tækni fyrir alla

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

3f, félag um upplýsingatækni og menntun, heldur hina árlegu ráðstefnu sína nú í samstarfi við Keili - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, 11. mars nk. kl. 13:00-17:00 á Ásbrú. Ráðstefnunni var frestað í október sl. vegna dræmrar þátttöku en nú hefur ný dagsetning verið ákveðin.

Megin viðfangsefni ráðstefnunnar verður upplýsingatækni nútímans og hvernig má hagnýta hana í námi og kennslu.

Að þessu sinni leggjum við áherslu á að ráðstefnan verði „praktísk“ og höfði til kennara á öllum skólastigum. Hægt verður að prófa ýmsa hluti, ræða um þá og skiptast á hugmyndum.

Allar frekari upplýsingar má finna á vef ráðstefnunnar. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér.