Nýjar kennslubækur í töflureikninum Excel 2010

Posted by admin, Category: Framhaldsskóli, Fréttir,

Nú í janúar kom út ný kennslubók í tölflureikninum Excel 2010. Þetta er kennslubók ásamt verkefnum. Einnig er til kennslubók í Excel 2007 sem kom út á sl. ári. Báðar bækurnar eru til sölu hjá höfundum og gefa þeir einnig frekari upplýsingar: oli (hjá) verslo.is og hallur (hjá) verslo.is.

Kennslubók í Excel 2010. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson. Kennslubók í Excel 2010 með verkefnum og leiðbeiningum ætluð efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Farið ítarlega í töflureikninn Excel og framsetningu á tölulegum gögnum. Gefin út af höfundum í janúar 2011.

Kennslubók í Excel 2007. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson. Kennslubók í Excel 2007 með verkefnum og leiðbeiningum ætluð efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Farið ítarlega í töflureikninn Excel og framsetningu á tölulegum gögnum. Gefin út af höfundum í janúar 2010.