Verðlaunahafar á BETT 2011

Posted by admin, Category: Fréttir,

BETT 2011 verðlauning voru afhent með viðhöfn á Hilton hótelinu í London þann 13. janúar sl. Verðlaunin eru samstarfsverkefni Emap Connect, sem stendur fyrir BETT og BESA , sem eru samtök viðurkenndra breskra skólavörubirgja.

Verðlaun voru afhent í 12 flokkum og voru úrslitin sem hér segir:

Flokkur Sigurvegari Lýsing
Early Yeas & Primary Digital Content Q&D Multimedia - busythings.co.uk Áskriftarþjónusta með litríkum og vönduðum verkefnum og kennsluleikjum fyrir yngsta stig grunnskólans og leikskóla.
Secondary, FE & Skills Digital Content Lightbox Education and Parliament's Education Service - MP for a Week Netleikur þar sem spilarar taka að sér hlutverk þingmanns í eina viku.
Tools for Learning and Teaching EMAS UK Samtök sem styðja við kennara og nemendur sem hafa ekki ensku að móðurmáli. Meðlimir greiða fyrir áskrift sem m.a. veitir aðgang að námsgagnasafni.
Digital Collections and Resource Banks English and Media Centre - The Poetry Station Ljóðasafn þar sem hægt er leita eftir ljóðum og horfa á myndskeið með ljóðaflutningi.
Leadership and Management Solutions South West Grid for Learning Trust - 360 degree safe Ókeypis verkfæri á netinu fyrir skóla sem vilja meta eigin stefnumótun og reglur sem varða netöryggi.
Special Educational Needs Solutions Proloquo2Go - AssistiveWare UK representation for Proloquo2Go: Therapy Box Ltd. Samskiptaforrit fyrir iPhone, iPod og iPad.
Digital Devices Data Harvest Stafræn mælitæki.
Environmental Sustainability Cutter Project Ltd  
ICT Company of the Year Promethean Framleiðir m.a. frábærar gagnvirkar töflur.
ICT Exporter of the Year 3P Learning Framleiðandi Mathletics sem er einn mest notaði stærðfræðivefur í heimi.
ICT Education Partnership The Scottish Qualifications Authority and LearnTPM Ltd  
ICT Service and Support RM Education  
Outstanding Achievement in ICT Award Sir Ken Robinson Einn besti fyrirlesari um menntamál sem fyrirfinnst. Fyrirlestur hans á TED 2006 var einfaldlega stórkostlegur.