Verðlaunahafar á BETT 2011
, Category: Fréttir,BETT 2011 verðlauning voru afhent með viðhöfn á Hilton hótelinu í London þann 13. janúar sl. Verðlaunin eru samstarfsverkefni Emap Connect, sem stendur fyrir BETT og BESA , sem eru samtök viðurkenndra breskra skólavörubirgja.

Verðlaun voru afhent í 12 flokkum og voru úrslitin sem hér segir:
| Flokkur | Sigurvegari | Lýsing |
|---|---|---|
| Early Yeas & Primary Digital Content | Q&D Multimedia - busythings.co.uk | Áskriftarþjónusta með litríkum og vönduðum verkefnum og kennsluleikjum fyrir yngsta stig grunnskólans og leikskóla. |
| Secondary, FE & Skills Digital Content | Lightbox Education and Parliament's Education Service - MP for a Week | Netleikur þar sem spilarar taka að sér hlutverk þingmanns í eina viku. |
| Tools for Learning and Teaching | EMAS UK | Samtök sem styðja við kennara og nemendur sem hafa ekki ensku að móðurmáli. Meðlimir greiða fyrir áskrift sem m.a. veitir aðgang að námsgagnasafni. |
| Digital Collections and Resource Banks | English and Media Centre - The Poetry Station | Ljóðasafn þar sem hægt er leita eftir ljóðum og horfa á myndskeið með ljóðaflutningi. |
| Leadership and Management Solutions | South West Grid for Learning Trust - 360 degree safe | Ókeypis verkfæri á netinu fyrir skóla sem vilja meta eigin stefnumótun og reglur sem varða netöryggi. |
| Special Educational Needs Solutions | Proloquo2Go - AssistiveWare UK representation for Proloquo2Go: Therapy Box Ltd. | Samskiptaforrit fyrir iPhone, iPod og iPad. |
| Digital Devices | Data Harvest | Stafræn mælitæki. |
| Environmental Sustainability | Cutter Project Ltd | |
| ICT Company of the Year | Promethean | Framleiðir m.a. frábærar gagnvirkar töflur. |
| ICT Exporter of the Year | 3P Learning | Framleiðandi Mathletics sem er einn mest notaði stærðfræðivefur í heimi. |
| ICT Education Partnership | The Scottish Qualifications Authority and LearnTPM Ltd | |
| ICT Service and Support | RM Education | |
| Outstanding Achievement in ICT Award | Sir Ken Robinson | Einn besti fyrirlesari um menntamál sem fyrirfinnst. Fyrirlestur hans á TED 2006 var einfaldlega stórkostlegur. |