BETT – kvöld 3f

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

Miðvikudagskvöldið 26. janúar nk. ætlum við að halda BETT-kvöld fyrir félagsmenn og aðra þá sem áhuga kunna að hafa í Verzlunarskóla Íslands kl. 19:30. Það voru fjölmargir félagsmenn 3f sem fóru til London á BETT og líka margir sem ekki áttu heimangengt.

Við höfum oft áður rætt um það hvað það væri gaman að koma saman og ræða um upplifun okkar af sýningunni. Hvað vakti athygli okkar, hvað var nýtt, hvað verð ég að eignast og s.frv.
Nú er tækifærið við mætum í Verzló, njótum góðra veitinga og spjöllum á léttum nótum um það sem við sáum, heyrðum og upplifðum á BETT.