Kennslubækur í UT og upplýsingalæsi

Posted by admin, Category: Framhaldsskóli, Fréttir,

Eftirfarandi kennslubækur í upplýsingatækni (UT) komu út nú á haustdögum. Þetta eru kennslubækur ásamt verkefnum í Office 2010, Open Office og svo leshefti í upplýsingafræði (upplýsinga- og menningarlæsi).

Allar bækurnar eru til sölu hjá höfundum, Sólveigu Friðriksdóttur og Jóhönnu Geirsdóttur.

  1. Upplýsingafræði. Menningar- og upplýsingalæsi (Þróað læsi)
    Höfundar Jón Ingvar Kjaran og Sólveig Friðriksdóttir
    Leshefti í upplýsingafræði, menningar- og upplýsingalæsi ásamt verkefnum. Farið vel í upplýsingafræði, sögu og þróun netsins, upplýsinga- og menningarlæsi, höfundarétt og siðfræði á netinu, grunn í HTML, stuttmyndagerð og myndvinnslu, vefsíðugerð, rafræn viðskipti o.fl.
  2. Tölvunotkun – Upplýsingatækni.  Office 2010. Kennslubók með verkefnum. Haust 2010
    Höfundar: Jóhanna Geirsdóttir og Sólveig Friðriksdóttir.
    Kennslubók í Office 2010 ætluð efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Farið ítarlega í framsetningu á texta/ritgerðum/heimildum/bréfum/formbréfum í ritvinnslunni Word, samþættingu á Word og töflureikninum Excel, glærugerð í PowerPoint og grunn í gagnagrunnsforritinu Access.
  3. Tölvunotkun - Upplýsingatækni fyrir Open Office.
    Kennslubók með verkefnum og leiðbeiningum.
    Höfundar: Jóhanna Geirsdóttir og Sólveig Friðriksdóttir.
    Farið í gegnum helstu skipanir og mótun texta í ritvinnslunni Writer, uppsetningu og frágang ritgerða, verslunarbréfa og formbréfa. Einnig eru verkefni og leiðbeiningar í glærugerð í Presentation.
  4. Upplýsinga og tölvunotkun (UTN). Office 2010
    Kennslubók með verkefnum fyrir byrjendum.
    Höfundur: Jóhanna Geirsdóttir.  Farið í grunn í ritvinnslunni Word, töflureikninn Excel og glærugerð í PowerPoint.
  5. UTN - Upplýsingatækni fyrir Open Office
    Verkefni og leiðbeiningar fyrir byrjendur.
    Höfundur: Jóhanna Geirsdóttir.  Farið í helstu skipanir í ritvinnslunni Writer, töflurekninum Calc og glærugerð í Presentation.