Jóla Joomla

Jóla Joomla

Posted by admin, Category: Joomla, Leiðbeiningar, Tags:

Ég mæli yfirleitt ekki með óþarfa skrauti á vefi, en þegar um er að ræða hátíðlega viðburði eins og jól eða áramót er í góðu lagi að gera sér smá dagamun. Hér á eftir kynni ég nokkrar einfaldar Joomla einingar sem allar eiga það sameiginlegt að koma að góðum notum yfir hátíðarnar.

Yooholidays

Með þessari viðbót getur þú látið snjóa á vefnum þínum, kallað fram flugeldasýningu (með hljóði) eða sleppt lausum leðurblökum. Snjórinn er einna bestur, látlaus en smekklegur og mun flottari en á meðfylgjandi mynd. Flugeldasýningin er frekar tilþrifalítil og hvað leðurblökurnar varðar þá er kannski lítil þörf fyrir þær á íslenskum vefjum.

Uppsetning er einföld, enda um að ræða venjulega Joomla einingu. Mundu bara að fela titilinn á einingunni því það er óþarfi að birta hann á vefnum. Stillikostir eru nokkrir og munar þá helst um að hægt er að tímasetja brellurnar, sem er stórsniðugur eiginleiki. Smelltu hér til að sækja YOOholidays fyrir Joomla 1.5.

Jsnowfall

Einkar jólaleg snjókoma, látlaus og smekkleg (sést ekki nógu vel á meðfylgjandi mynd sem er að stórum hluta hvít). Pirrar mig örlítið að snjókornin skuli breyta um stefnu þegar ég hreyfi músina. Einnig fátæklegir stillimöguleikar, þ.e. annað hvort snjóar eða ekki.

Uppsetning er einföld. Einingin (e. module) er sótt og virkjuð. Bara mikilvægt að muna að fela titilinn, sem þjónar náttúrulega engum tilgangi. Smelltu hér til að sækja JSnowfall fyrir Joomla 1.5.

SnowXmas

SnowXmas er ekki eiginleg eining (e. module) heldur íbót (e. plugin). Eftir að íbótin hefur verið uppsett er hún virkjuð með því að velja Extensions>Plugin Manager og virkja þar System - Snowxmas.

Stillingarmöguleikar eru frekar fátæklegir. Hægt er að vilja fjölda snjókorna og hversu lengi það tekur þau að hverfa. Smelltu hér til að sækja SnowXmas fyrir Joomla 1.5.