Fram til föstudagsins 3. desember er hægt að senda inn tilnefningar til Edublog Awards. Kosningu líkur síðan 14. desember og verðlaunaafhending er svo miðvikudaginn 15. desember. Hægt er að tilnefna í 23. flokkum. Það er athyglisvert að skoða hverja Richard Byrne (Free Technology for Teachers) hefur hug á að tilnefna. Byrne nefnir ekki alla flokka, en hann ræðir um í bloggfærslu sinni um þá helstu sem hann þekkir til. Hér er niðurstaða hans í lauslegri þýðingu yfir á íslensku. Áhugasamir geta lesið færsluna á ensku hér.
Besta notkun myndbanda: http://learnitin5.com/
Besta hljóðvarpið (Podcast): http://learnitin5.com/
Bestur einstaklinga í Twitter: Steven W Andersson: http://twitter.com/web20classroom#
Besti nýliðinn á Twitter er Beth Still: http://twitter.com/bethstill
Besta bloggið um upplýsingatækni í menntun er blogg Wes Fryer: http://www.speedofcreativity.org/ Nokkuð víst má telja að blogg Richard Byrne Free Technology for Teachers verði tilnefnt í þessum flokki af mörgum.
Besti vefur með upplýsingum um rannsóknir á upplýsingatækni í menntun er iLearn Technelogy: http://ilearntechnology.com/
Besti bókasafnsvefurinn er vefur sem Joyce Valenza hefur umsjón með: http://blog.schoollibraryjournal.com/neverendingsearch
Áhrifamesta bloggið er blogg dan Mayers um stærðfræði: http://blog.mrmeyer.com/
Besta nemabloggið er í eigu Sorrel Dunn: http://sorrels-blog.blogspot.com/ Í þessu vali sínu segist Richard reyndar vera hlutdrægur því Sorrel hafi verið nemandi sinn.
Besta nýja bloggið á Audrey Watters: http://www.hackeducation.com/
Í flokknum langtíma blogg virðist sem Vicki Davis eigi hug richard fram yfrir aðra, en valið hafi reyndar verið honum mjög erfitt: http://coolcatteacher.blogspot.com/
Hann bendir á að hann hafi byrjað á því að fara yfir þau fjölm0rgu blogg sem hann hefur veitt með RSS inn á eigin síðu, en hafi síðan gefist upp vegna þess að magnið er svo mikið. Fyrir áhugasama er hér hægt að skoða hér á vef Richard eitthvað af þeim fjölmörgu bloggum/vefjum sem hann fylgist með.