BETT 2011

BETT 2011

Posted by admin, Category: Atburðir 2011, Fréttir, Tags:

BETT tölvu- og hugbúnaðarsýningin verður haldin í London dagana 12. - 15. janúar 2011 og eins og áður hafa Nýherji og Úrval-Útsýn skipulagt ferð á þessa áhugaverðu sýningu.

Bett er stærsta upplýsingatæknisýning heims, sem um 30 þúsund manns sækja árlega. Sýningin tekur fyrir það helsta í upplýsingatækni í skólastarfi og hentar öllum skólastigum.

Fyrir utan það gefur staðsetningin - London - sýningunni lit með endalausum afþreyingarmöguleikum. Leikhús, markaðir, byggingar, söfn, verslanir, krár, spennandi matsölustaðir, fótboltaleikir svo eitthvað sé nefnt af því sem heillar. Það er eitthvað sem ekki er afgreitt á einum degi. Farþegar í ferðinni munu fá ítarlegar upplýsingar um hvað er í boði á þessum tíma í London.

Kynnið ykkur málið hér.