Framhaldsnámskeið í Joomla vefumsjónarkerfinu
, Category: Atburðir 2010, Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Háskóli, Leikskóli,3f stóð fyrir framhaldsnámskeiði í Joomla-vefumsjónarkerfinu miðvikudaginn 26. maí 2010. Kennari á námskeiðinu var Sigurður Fjalar Jónsson kennari við FB og vefhönnuður hjá HugAx.
Fyrrihluti námskeiðsins var í Verzlunarskóla Íslands og hófs það kl. 15:00 og líkur um kl. 17:00 þann 26. maí 2010.
Seinni hluti námskeiðsins var síðan í fjarnámi á kennsluvef sem gerður var um Joomla vefumsjónarkerfið.
Áhugasamir sem ekki gátu verið á staðnum gátu tekið þátt með aðstoð eMission.
Námskeiðsgjald fyrir félagsmenn 3f var kr. 6.000. Rétt er að geta þess að allir áhugasamir geta gerst félagsmenn í 3f og félagsgjald er ekkert sem stendur.
Góður rómur hefur verið gerður að Joomla-námskeiðunum sem 3f hefur staðið fyrir, en því miður ræðst fjöldi þátttakenda af aðstæðum og því komast einungis um 25 manns að í Verzló, en þátttakendur í eMission geta verið óteljandi. Myndist biðlisti munum við bjóða þeim sem ekki komast að að nýta sér eMission til þátttöku.