Möguleikar Google

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2010,

Síðdegis 10. mars 2010 var haldinn kynningarfundur um möguleika Google. Það er skemmst að segja frá því að Hjörtur Hjartarson kerfisfræðingur var frábær og alveg ótrúlega margt sem er inni í Google. Mun meira en þátttakendur komust yfir að skoða. Flest allir þeir sem voru á fundinum lýstu yfir áhuga á því að fá að heyra meira og ætlum við að reyna að verða við því. Þeir sem ekki komust í dag geta þá mætt einnig. Við auglýsum síðar hvenær af því verður.Stjórn 3f þakkar Hirti kærlega fyrir fróðlegt erindi og skemmtilegt síðdegi.