Skapandi skólastarf – ráðstefna 3f og RANNUM

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2009,

Árleg ráðstefna 3f var haldin í samstarfi við RANNUM föstudaginn 2. október 2009. Að þessu sinni var meginviðfangsefnið skapandi skólastarf. Fjallað var um opnar og margbreytilegar leiðir sem færar eru í námi og kennslu, en árið 2009 er einmitt ár skapandi hugsunar og nýsköpunnar í Evrópu.

Fyrir hádegi voru fræðandi erindi sem tengjast viðfangsefni ráðstefnunnar og eftir hádegi voru bæði málstofur og vinnustofur.
Reynt var að nálgast viðfangsefnið eftir fræðilegum og hagnýtum leiðum.

Markmið með ráðstefnunni er að:

  • veita áhugafólki um upplýsingatækni og menntun tækifæri og vettvang til umræðna
  • kynna, veita fræðslu og hagnýt ráð
  • styrkja og hvetja kennara og aðra áhugasama til dáða á þessu sviði
  • Aðalfyrirlesari haustráðstefnunnar, Skapandi sólastarf - Opnar leiðir í námi og kennslu verður Dr. Sugata Mitra.

    Dr. Sugata Mitra hefur síðustu þrjú ár verið prófessor í Educational Technology, School of Education, Communication og Language Sciences í Háskólanum í Newcastle í Bretlandi.Þekktastur er Sugata Mitra fyrir verkefni sem hann var með á Indlandi og hét Hole in the Wall. Tilraun sem var gerð árið 1999. Tölvu var komið fyrir í vegg á fjölförnum vegi í smáþorpum á Indlandi og fylgst með því hvað gerðist. Rannsóknin leiddi í ljós að börn geta nýtt sér tölvu og flakkað um á Internetinu án þess að hafa fengið formlega þjálfun til þess.
    Dr. Sugata Mitra er mikilsvirtur fræðimaður á sínu sviði og eftirsóttur fyrirlesari víða um heim.

Meira um ráðstefnuna á heimasíðu hennar.