Myndvinnslunámskeið – EuroCreator

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2009,

3f í samvinnu við Apple á Íslandi bauð félagsmönnum upp á myndvinnslunámskeið í Verzlunarskóla Íslands þriðjudaginn 13. október 2009 kl. 15:00 til 19:00. Námskeiðið var sjálfstætt framhald á kynningu Apple á EuroCreator á ráðstefnunni.Apple á Íslandi útvegaði tölvubúnað fyrir námskeiðið og iPod Nano myndbandstökuvélar. Þátttakendum var fullkomlega frjálst að koma með eigin efni á geisladisk eða minnislykli. Þátttakendum var einnig frjálst að koma með eigin búnað sem það vildi nota við kennslu. Stafrænar ljósmyndavélar og flestar myndbandsupptökuvélar virka, bara passa að taka með viðeigandi snúrur. Sjá nánari lýsingu á námskeiðstilhögun.