Könnun meðal félagsmanna í október 2009

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2009,

Hver er námskeiðsþörf félagsmanna?

Það er einlægur vilji stjórnar 3f að koma sem mest og best á móts við þarfir félagsmanna. Stjórnin sendi því fyrir skömmu út til félagsmanna könnun þar sem að þeir gátu gefið til kynna hvers konar námskeið þeir gætu hugsað sér að sækja á vegum félagsins. Niðurstaðan liggur nú fyrir.

Það voru 69 félagsmenn sem gáfu sér tíma til þess að taka þátt og svörin voru þessi.

Sá möguleiki var einnig fyrir hendi að koma með aðrar tillögur en hér eru nefndar. Það voru nokkrir sem gerðu það og bentu á eftirfarandi:

  • Photoshop námskeið
  • Gott væri ef hægt væri að bjóða uppá þessi námskeið í fjarfundarbúnaði.
  • Möguleikum á upplýsingatækni með ungum börnum á skapandi hátt.
  • Þetta eru bara spennandi tillögur hjá ykkur, en hvað með Twitter er það að detta út? eða ekki vinsælt á Ísl? Datt í hug hvort að það passaði með Facebook ?
  • er 3F að breytast í sértrúarsöfnuð fyrir opinn hugbúnað og Joomla?
  • Hafa hittinga þar sem fólk getur spjallað saman um hvaða leiðir, tæki og tól það er að nota í fjarkennslu og þar með deilt sinni reynslu. Tungumálafög sér jafnvel og raungreinafög sér.
  • Vefforritum með gagnagrunni, t.d. PHP og MySQL
  • Ég myndi líka vilja sjá námskeið eða ráðstefnu um möguleika linux-stýrikerfa í kennslu og námi.
  • Ubuntu/Linux námskeið og kynningu á EdUbuntu!
  • Opinn hugbúnaður og möguleikar við stjórnun menntastofnana. Námskeiðahald, endurmenntunargreining , samskipti, ofl.

Stjórn 3f þakkar öllum sem tóku þátt í könnuninni og lítur á niðurstöðuna sem leiðarvísir inn í vetrarstarfið. Við vonumst til þess að verða við sem flestum óskum félagsmanna.