Menntamálaráðuneytið hefur sett fram drög að skilgreiningu á átta lykilhæfniþáttum (key competences) sem grundvalla eiga almenna menntun og námskrárgerð samkvæmt nýjum lögum um nám og kennslu. Þessir hæfniþættir byggja á skilgreiningu Evrópusambandsins. Á vef menntamálaráðuneytisins nymenntastefna.is er að finna fyrirlestur frá ráðuneytinu sem fluttur var í janúar sl., Framhaldsskóli framtíðarinnar. Áhersla á hæfni í stað inntaks. Þar kemur fram að hæfni í upplýsingatækni (digital competence) er einn af þessum átta lykilhæfniþáttum (eins og Evrópusambandið leggur til).Þegar svo hins vegar er skoðuð ný skilgreining menntamálaráðuneytisins á íslenskri lykilhæfni, sem ný námskrá verður byggð á, kemur í ljós að töluverð breyting hefur átt sér stað og hæfni í upplýsingatækni er ekki lengur talin með. Því hefur stjórn 3f sent ráðuneytinu bréf og óskað eftir skýringum á þessari breytingu. Sjá bréfið í heild.