3f er á Facebook

Posted by admin, Category: Atburðir 2009, Framhaldsskóli, Grunnskóli, Leikskóli,

Facebook samfélagið á Netinu nýtur mikilla vinsælda. Nú er 3f komið á Facebook, þ.e. stofnuð hefur verið grúppa sem allir þeir sem áhuga hafa geta skráð sig í.

Markmiðið með grúppunni er að kynna starfsemi félagsins, fá fleiri félagsmenn, koma upplýsingum til félagsmanna og auka tengsl/samskipti milli þeirra. 3f-félagar eru hvattir til að skrá sig í 3f-grúppuna og láta aðra vita af henni, bæði félagsmenn og aðra þá sem áhuga hafa á upplýsingatækni í menntun.

Rétt er að minna á að það kostar ekkert að vera félagsmaður í 3f. Það er einfalt að skrá sig í félagið, aðeins að smella á hnappinn sem er hér til hægri.