Notkun opins/frjáls hugbúnaðar í skólastarfi hefur marga kosti fram yfir notkun á séreignarbúnaði. Þar má t.d. nefna fjárhagslegan sparnað og betri nýtingu á vélbúnaði. Menntastofnanir hafa margar verið að prófa sig áfram með frjálsan hugbúnað s.s. Moodle námsumsjónarkerfið og Joomla vefumsjónarkerfið. Ekki er ólíklegt að notkun frjáls hugbúnaðr eigi eftir að aukast til muna á næstu misserum.
Í tengslum við fræðslu og umræðufund um Opinn hugbúnað gerði stjórn 3f stutta könnun á notkun og þekkingu félagsmanna á opnum hugbúnaði. Niðurstöður voru kynntar á fundinum.