Heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2009,

Stjórn 3f stóð fyrir heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar föstudaginn 20. febrúar 2009. Um 20 manns fóru með rútu frá Reykjavík og tveir komu frá Stykkishólmi.

Í skólanum tók Ida Semey á móti hópnum. Skólameistarinn, Ársæll Guðmundsson sagði frá tilurð skólans, stefnu hans og fjallaði um notkun upplýsingatækni. Þess má geta að allir nemendur skólans fá lánaða Apple fartölvu og áhersla er notkun frjáls hugbúnaðar. Að lokum sagði Þór Þorsteinsson frá Nepal frá eMission.

Helga Sigurjónsdóttir var einn þátttakenda í ferðinni. Hún segir frá henni á bloggsíðu sinni „Ef ég væri unglingur þá vildi ég fara í Menntaskólann í Borgarnesi!".

Stjórn 3f þakkar kærlega fyrir móttökunar í Menntaskóla Borgarfjarðar og félagsmönnum þátttöku í ferðinni.