3f og Ritfinnur
, Category: Atburðir 2008, Grunnskóli,Ritfinnur er forrit sem kennir fingrasetningu og hjálpar nemendum að ná tökum á vélritun á skömmum tíma. Forritið stýrir og leiðbeinir nemendum í gegnum námsferlið og býður upp á markvisst og einstaklingbundið námsferli. Nú er að koma á markaðinn ný og endurbætt útgáfa af forritinu og hefur 3f í samvinnu við Elínu Jóhannsdóttur ákveðið að bjóða skólum upp á námskynningu á notkun forritsins. Elín Jóhannsdóttir hefur mikla reynslu af notkun Ritfinns m.a. í Kópavogsskóla í Kópavogi. Elín hefur nú látið af störfum sem kennari og hefur því lausa stund til þess að sinna þessu verkefni.
Framkvæmdin verður þannig að áhugasamir skólar hafa samband við Elínu með tölvupósti og semja við hana um tíma og kjör. Elín kemur síðan í viðkomandi skóla og heldur námskynningu fyrir kennara.