Er þetta ekki allt að koma?

Posted by admin, Category: Atburðir 2008, Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Háskóli, Leikskóli,

Föstudaginn 4. apríl var haldinn fræðslufundur í Háskólanum á Akureyri um upplýsingatækni í skólastarfi. Það var kennaradeild HA og 3f sem stóðu fyrir fundinum. Tæplega 50 manns sóttu fundinn sem þótti takast ljómandi vel.

Stjórn 3f þakkar þátttakendum fyrir komuna, fyrirlesurum fyrir þeirra innlegg og HA fyrir samstarfið.

Hér má finna upptökur, glærur og fleira efni frá fyrirlesurum.

Upplýsingaöldin í skólum Akureyrarbæjar. Gunnar Gíslason skólafulltrúi Akureyrarbæjar. Upptaka.

Við spyrjum frekar en að svara. Arnar Yngvason, deildarstjóri á leikskólanum Iðavelli á Akureyri, fjallaði um hugmyndaauðgi barna og hvernig starfsfólk Iðavallar umgengst þann auð. Upptaka.

Netið til náms. Notkun vefleiðangra í skólastarfi. Eygló Björnsdóttir, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Margir kennarar vilja gjarnan hagnýta Netið í skólastarfinu en skortir skilgreindar leiðir til að byggja upp slíkar kennslustundir. Ein af leiðunum til þess er hönnun og notkun vefleiðangra. Upptaka.

Opin upplýsingatækni í Flúðaskóla. Elín Jóna Traustadóttir, deildarstjóri í upplýsingatækni fjallaði um þá þætti í opnum kerfum sem verið er að nota í Flúðaskóla í Árnessýslu. Upptaka.

Menntagátt og leiðin að notkun upplýsingatækni. Björn Sigurðsson, vefstjóri Menntagáttar kynnir í stuttu máli þá þjónustu sem vefurinn Menntagátt býður öllum kennurum upp á. Upptaka.

Opið –frjálst –ódýrt (glærusýning) - glærur. Sigurður Fjalar Jónsson, verkefnisstjóri og kennari við FB m.m. Uppgangur frjáls og opins hugbúnaðar hefur haft afdrifarík áhrif á landslag upplýsingatækninnar undanfarin ár. Í erindinu verður fjallað um margvísleg áhrif þessara breytinga á nám og kennslu og þau tækifæri sem þær hafa skapað kennurum jafnt sem nemendum. Upptaka.

Wiki í námi og kennslu. Salvör Gissurardóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Upptaka.

Yfirlit yfir upptökurnar.