Wiki í námi og kennslu

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2007,

3f  hélt samvinnu við Endurmenntun HÍ sumarnámskeiðið 2007 Wiki í námi og kennslu. Námskeiðið var ætlað kennurum í upplýsingatækni, tungumálakennurum, kennurum samfélagsgreina og fleiri greina. Hentar kennurum á öllum skólastigum. Tuttugu og þrír þátttakendur voru á námskeiðinu.

Kennari var Salvör Gissurardóttir lektor í KHÍ.

Markmið: Að kynna kennurum ný verkfæri og ný vinnubrögð við samvinnuskrif á vef og vefsmíði og efla færni þeirra til að byggja upp með samkennurum og nemendum opna þekkingarbrunna í wiki-kerfum. Sjá nánar á vefslóðinni http://wiki.khi.is. Efni: Kynntar verða rannsóknir og hugmyndir á notkun wiki-kerfa í námi og kennslu. Fjallað verður um alþjóðleg wikipedia-verkefni, sérstaklega verkefnin wikipedia, wikibooks, wikiversity og wikimedia commons. Þátttakendur læra á wiki-kerfi (mediawiki) og gera áætlun um hvernig þeir ætla að byggja upp wiki í sínu starfi. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum og verklegri vinnu í tölvuveri í tengslum við efni námskeiðsins. Þátttakendur vinna með áætlunina á starfsvettvangi sínum og byrja uppbyggingu á þekkingarbrunni í wiki.

Salvör hefur útbúið Wiki-kennsluvef sem vert er að skoða.

  • Hægt er að skoða nokkur myndbönd um Wiki á YouTub, Wikis in Plain English , Social Networking in Plain English , Intro to Class Wiki with Wikispaces 1 og fl.
  • Þátttaka var mjög góð og var að heyra á þátttakendum að þeir væru mjög ánægðir með námskeiðið. Eins og sjá má á myndum voru þetta mjög áhugasamir nemendur.