Ráðstefna 3f – Samræða allra skólastiga

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2006,

Á ráðstefnunni - Það er leikur að læra - Samræða allra skólastiga 29.-30.sept. 2006 stóð 3F - félag um upplýsingatækni og menntun fyrir eftirfarandi tveimur málstofum:

Annarri stýrði Sólveig Jakobsdóttir og bar hún heitið: Út fyrir ramma ráðstefnunnar - Helstu málefni og uppbygging fagsamfélags á sviði UT en hinni stýrði Salvör Gissurardóttir með þátttöku Sigurðar Fjalars Jónssonar og Elínar Jónu Traustadóttur og fjallaði sú málstofa um Opinn hugbúnað í skólastarfi. Við ákváðum í framhaldi af þessum málstofum að bjóða áhugafólki að prófa Moodle en það kerfi hefur verið sett upp hér við KHÍ og halda umræðum þar áfram um mikilvæg málefni sem brenna á fólki í UT-geiranum.