Leikskólakennarahittingur

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2007,

Miðvikudaginn 5.september 2007  kl. 17 hittust leikskólakennarar sem lokið hafa framhaldsnámi í tölvu- og upplýsingatækni í kaffihúsi Perlunnar. Tíu kennarar mættu til fundarins og tókst hann mjög vel.

Umræðuefnið var:

1. Staðan í tölvumálum leikskóla, hvað er jákvætt í gangi hjá sveitarfélögunum.

2. Stöður umsjónarmanna í upplýsingatækni í leikskólum? Grunnskólarnir eru komnir með þessar stöður af hverju ekki leikskólanir?

3. Þróunarverkefni í tölvu- og upplýsingatækni hvað er að gerast í þeim málum?

4. Möguleikar á styrkjum til þess að efla tölvu- og upplýsingatækni í leikskólum.

5. Á fundinn mætti Guðmundur frá alþjóðaskrifstofu og kynnti eTwinning.