Forritunarkeppni framhaldsskólanna
, Category: Fréttir,Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2013 fer fram í 12. sinn þann 16. mars í Háskólanum í Reykjavík. Skráðu lið frá þínum skóla fyrir 8. mars.
Föstudaginn 15. mars munu keppendur hittast í HR þar sem fyrirkomulag keppninnar er skýrt og þeir fá úthlutað vinnuaðstöðu. Þar gefst einnig gott tækifæri til að kynnast öðrum keppendum. Laugardaginn 16. mars hittast keppendur kl. 08:00 og fá sér morgunmat. Keppnin sjálf hefst kl. 09:00 og stendur fram á kvöld. Skoðið keppnissíðu 2012 til að sjá þau lið sem nú þegar hafa skráð sig til leiks og til að sjá fyrirkomulag keppninnar sem og þau lógó sem hafa borist.
Keppnin er á vegum tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og er fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum og hvetjum við stelpur sérstaklega til þátttöku. Keppnin hefur verið haldin í fjölmörg ár og hefur aðsókn aukist ár frá ári og í fyrra voru 121 þátttakandi í 44 liðum, hvaðanæva af landinu. Vegleg verðlaun eru í boði frá Nýherja auk þess sem 6 þátttakendur fá niðurfelld skólagjöld við tölvunarfræðideild HR í eina önn.
Allar frekari upplýsingar á vefnum forritun.is.