Þann 22. nóvember nk. kynnum við Microsoft Multipoint lausnina í samstarfi við Nýherja og Hörðuvallaskóla í Kópavogi.
Multipoint lækkar rekstrarkostnað skóla vegna tölvukerfa með því að hagnýta ódýrar sýndarútstöðvar sem eru allar tengdar einni tölvu.
Kynningin verður haldin í Hörðuvallaskóla og hefst stundvíslega kl. 19:30. Aðili frá Nýherja verður á staðnum ásamt kennara frá skólanum. Nú er um að gera að mæta á staðinn og komast að því hvort þessi lausn henti í þínum skóla.