iPad í skólastarfi

Posted by admin, Category: Atburðir, Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Háskóli, Leikskóli,

Miðvikudaginn 9. maí kl. 17:00 býður leikskólinn Bakkaberg og 3f til samkomu í tilefni opnunar á nýju vefsvæði um iPad í skólastarfi. Leikskólinn Bakkiberg fékk þróunarstyrk frá MMR til þess að prófa sig áfram með iPad í skólastarfi þetta skólaár. Félagsmenn 3f hafa notið góðs af því að fá að fylgjast með því sem áunnist hefur m.a. á ráðstefnunni í mars.

Reynslunni ríkari vilja kennarar í Bakkabergi miðla þekkingu sinni með öðrum kennurum og hafa þess vegna útbúið vefsvæði þar sem öllu mögulegu sem viðkemur iPad í námi og kennslu er safnað saman á einn stað. Verkefnisstjóri og aðalhvatamaður í þessu verkefni leikskólans er Rakel G Magnúsdóttir. Við vonum að félagsmenn og aðrir áhugasamir um iPad í kennslu sjái sér fært að líta við í leikskólanum Bakka í Grafarvogi og eiga saman ánægjulega stund.