Margt smátt gerir eitt stórt

Margt smátt gerir eitt stórt

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2012, Fréttir,

Föstudaginn 16. mars 2012 var haldin ráðstefna 3f og Háskólans í Reykjavík. Ráðstefnan bar yfirheitið Margt smátt gerir eitt stórt – Upplýsingatækni og nýjungar.

Megin þema ráðstefnunnar var upplýsingatækni í skólastarfi. Fjallað var sérstaklega um þær breytingar sem eru að verða í skólastofunni með tilkomu smærri tækja og tóla. Spáð var í framtíðina, munu verða miklar breytingar á kennsluháttum í nánustu framtíð, hver verða áhrifin á námsgagnagerð. Ráðstefnan var samvinnuverkefni 3f og Háskólans í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar eru á vef ráðstefnunnar.