Drög að námskrá í upplýsinga- og tæknimennt/upplýsingalæsi

Drög að námskrá í upplýsinga- og tæknimennt/upplýsingalæsi

Posted by admin, Category: Fréttir, Grunnskóli,

Frá því í haust hefur staðið yfir endurskoðun aðalnámskrár námsgreina (námssviða) á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Greinanámskrár eru nánari útfærsla á aðalnámskrá með ákvæðum um inntak og skipulag námsgreina og námssviða. Þar skal fjallað um menntagildi greinar og megintilgang, kennsluaðferðir, hæfniviðmið, námsmat og önnur atriði er varða sérstöðu hverrar greinar/sviðs.

Nú eru tilbúin fyrstu drög námskrár í upplýsinga- og tæknimennt/upplýsingalæsi frá ritstjórn og hægt að skoða þau hér. Ritstjórn vill gjarnan fá athugasemdir og ábendingar og má senda þær beint til Sólveigar fulltrúa 3f og Siggerðar Ólafar fulltrúa skólasafnskennara. Netföng þeirra eru solveig(hjá)verslo.is og solof(hjá)kopavogur.is