Fræðslufundur í Hofsstaðaskóla

Posted by admin, Category: Fréttir, Grunnskóli,

Mánudaginn 20. febrúar sl. hélt  3f í samstarfi við Félag fagfólks á skólasöfnum fræðslufund í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Fundurinn var haldinn í tengslum við endurskoðun aðalnámskrár námsgreina (námssviða) sem félögin vinna að sameiginlega. Í þeirri vinnu er verið að skoða menntagildi greinarinnar og megintilgang, kennsluaðferðir, hæfniviðmið, námsmat og önnur atriði er varða sérstöðu hverrar greinar/sviðs.

Á fundinum hélt Þóra Björk Jónsdóttir kennsluráðgjafi fyrirlestur um leiðsagnarmat. Hér má sjá kynningu hennar.