Félagsfundur í Álfhólsskóla, Hjalla

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2012, Félagið, Fréttir, Grunnskóli,

Þriðjudaginn 6. mars kl. 16 heldur 3f í samstarfi við Félag fagfólks á skólasöfnum fund í Álfhólsskóla, Hjalla í Kópavogi. Fundurinn er haldinn í tengslum við endurskoðun  aðalnámskrár námsgreina (námssviða) sem félögin vinna að sameiginlega.
Á fundinum munu þær Sólveig Friðriksdóttir og Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skýra frá stöðu mála.

Við hvetjum alla grunnskólakennara sem áhuga hafa á námsgreininni að fjölmenna á fundinn.

Hér er leiðin að Álfhólsskóla.