Kvöldstund í vefsíðugerð

Posted by admin, Category: Atburðir, Uncategorized,

Miðvikudagskvöldið 18. janúar kl. 19:30-21:30 ætlum við að hafa Kvöldstund í vefsíðugerð. Það er Margét Sólmundsdóttir í Laugalækjaskóla sem er svo vinsamleg að bjóða okkur í heimsókn.

Margrét hefur m.a. verið að gera tilraunir með nemendum sínum í vefssíðugerð með forritinu Weebly og ætlar að sýna okkur hversu auðvelt vefsíðuumhverfi það er og upplagt fyrir nemendur.

Eins og áður þá er í boði að spyrja ráða um vefsíðugerð, alveg sama hvaða vefsíðukerfi þið eruð að nota. Joomla, WorldPress, Eplica og fl.

Það gildir þetta kvöld eins og áður að maður er manns gaman.

Hér er kort svo þið villist ekki, en Laugalækjarskóli er á móts við Laugardalslaug.