Edublog Awards

Posted by admin, Category: Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Háskóli, Leikskóli,

Í gærkvöldi var tilkynnt á heimasíðu Edublogs um sigurvegara í keppninni um áhugaverðustu kennarabloggin árið 2011. Það kom ekki á óvart að í flokki Best Ed Tech Blog varð blogg Richard Byrne, Free Technology for Teachers. Kosið var um bestu kennarablogginn eftir nokkrum flokkum og það eru greinilega mörg áhugaverð kennarablogg til. Það er óhætt að hvetja alla kennara á öllum skólastigum til að gefa sér tíma til þess að líta á þau blogg sem komu til álita til verðlauna.  Það er nokkuð víst að allir kennarar geta fundið sér eitthvað áhugavert.