Forget Box

Posted by admin, Category: Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Háskóli, Leikskóli,

Það kannast sennilega flestir við Dropbox gagnageymsluna í dag. Nú er komið á Netið svipuð þjónusta sem ber nafnið Forget Box. Forget Box hefur það umfram Dropboxið að það er mun auðveldara að hlaða niður stórum skjölum. Forget Box þykir því henta mun betur fyrir þá sem eru að vinna t.d. með myndbönd og ljósmyndir. T.d. ef kennarar og nemendur eru að deila með sér vinnu við stór myndbönd. Forget Box er ókeypis eins og Dropboxið.