Úrslit í landskeppni eTwinning fyrir skólaárið 2010-2011

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

15 verkefni tóku þátt í landskeppni eTwinning, áætlun ESB um rafrænt skólasamstarf, fyrir bestu verkefni síðasta árs í flokkum leik- og grunnskóla og framhaldsskóla.

Úrslitin voru kynnt á afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins í HÍ, Menntavísindasviði í gær föstudaginn 9. desember.

Dómnefnd var skipuð Fjólu Þorvaldsdóttur, Guðbergi K Jónssyni og Torfa Hjartarsyni.

Verðlaunin voru vöruúttekt frá Tölvulistanum að verðmæti 150.000 kr.

Verðlaun hlutu:
Hofstaðaskóli fyrir verkefnið Give me a hug! í flokki leik- og grunnskóla.
Verzlunarskóli Íslands fyrir verkefnið How´s life over there? Y tú ¿Cómo vives? í flokki framhaldsskóla.

F.v. Guðmundur I Markússon og verðlaunahafarnir Hilda Torres og Anna Magnea Harðardóttir